Leita í fréttum mbl.is

Skynsemin og frumkvöðlarnir

Ég hef unnið talsvert með frumkvöðlum og öðrum snillingum sem hafa stofnað og/eða rekið fyrirtæki.  Allt frá smáfyrirtækjum upp í miklu stærri.

Ég hef oft reynt að gera mér grein fyrir hvað það er sem rekur menn áfram til að stofna og reka fyrirtæki á Íslandi.  Sérstaklega hefur það vafist fyrir mér hvernig sumir geta haldið áfram út í það óendanlega.  Jafnvel eftir að hverjum heilvita skynsömum manni er orðið ljóst að baráttan er töpuð.

Kæruleysi er eitt svar;  Bjartsýni er annað;  óbilandi sjálfstraust er enn annað,  sumir eru með snert að veruleikafyrringu.  Allir eiga þeir það sameiginlegt að sjá ekki endilega alla möguleika fyrir;  þeir eru ekki ginkeyptir fyrir of mikilli áætlanagerð - hefa þetta meira á tilfinningunni.

Ég held að það sé hægt að líkja þessu við fótbolta.  Þegar lagt er upp í sókn er hverjum liðsmanni ekki ljóst hvernig liðið kemur boltanum í mark andstæðingsins.

Þeir vita hinsvegar allir að til þess að eiga séns þarf liðið að vera í sókn - hvernig hún endar kemur svo í ljós.  Er háð mörgum þáttum,  t.d. hvernig andstæðingurinn hagar sér,  í hvernig skapi dómarinn er,  hversu vel eigin liðsmenn eru stemmdir og svo framvegis.

Hinum skynsama manni,  sem hefur ekki þetta frumkvöðlaelement,  hættir til að leggja mesta áherslu á áætlanagerðina og þá á þá þætti sem geta komið í veg fyrir árangur.

Slíkt hugarfar verður til þess að ekki verður farið í sókn fyrr en búið er eða koma í veg fyrir allt sem gæti hindrað.   Svo er lagt af stað í eina sókn sem sker þá úr um hvort mark sé skorað eða ekki og þar með um úrslit leiksins.  Ef hún mistekst er pakkað saman og tjónið lágmarkað - betra að tapa eitt núll en að verða burstaður.

Ef farið er í nógu margar sóknir aukast líkur á marki og það sem er kannski mest um vert;  liðið lærir.

Vinningslýkurnar eru semsagt enn fyrir hendi þótt liðið sé komið undir - næsta sókn getur breytt öllu.

Svona hugsa þeir sem aldrei gefast upp,  jafnvel þegar skattaskuldir eru orðnar þriggja mánaða gamlar og hótanabréfin eu farin að berast.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband