Leita í fréttum mbl.is
Embla

Umferđ í 3d í Grímsey

Var í Grímsey á lengsta degi ársins.  Hugmyndin ađ upplifa miđnćtursólina viđ heimskautsbaug. Sólin tók ekki vel í ţá hugmynd og faldi sig í skjóli lágra skýja og norđanáttar.

Viđ skođuđum fuglalífiđ og sig í berg,  sigldum, borđuđum,  gengum og hlustuđum á fróđa og söguglađa menn halda okkur andagtugum í kirkjunni,  hákarlaskúrnum og fjörunni.  Veltum viđ steinum og leituđum upprunans í félagskaps brottfluttra og forvitinna.

Ţađ er sterk upplifun ađ vera í hóp samţenkjandi fólks ađ leita,  frćđast og kynnast einhverju sem ţađ ţráir, hver á sinn hátt og hefur hugsađ um og velt fyrir sér um langa hríđ.  Hópurinn verđur svo sterkur í upplifuninni.  Ekki skemmir fyrir ađ vera undir handleiđslu Eyjajarlsins Helga Dan og sveitastjórans Bjarna.

Lokaatriđiđ var einmitt bjargsig Bjarna,  sem verđur 77 ára á laugardaginn.  Hann seig í bjargiđ og viđ pílagrímarnir horfđum á međ öndina í hálsinum.  

Á međan á undirbúningi sigsins stóđ sat ég í Lundahótelinu efst á bakkanum og reyndi ađ komast hjá ţví ađ adetta niđur.  Fór ađ fylgjast međ fluglagi og umferđ í bjarginu.  Ég kann nú illa ađ greina fuglategundir,  ég er ţó nokkuđ viss um ađ ţarna voru Lundar,  Mávar,  Fýlar og Langvíur (veit ţó ekki endilega hver var hvađ...;-)  

Fuglarnir flugu og flugu,  lentu á sillum og tóku flugiđ,  sumir svifu á međan ađrir ţurftu ađ blaka sýnum stuttu vćngjum ótt og títt í tíma og ótíma.

Eđli máls samkvćmt flugu fuglarnir líka mishratt og í ţrívídd - fóru ekki eftir neinum vegum sem ekki voru,  engin umferđaskilti voru ţarna í berginu eđa hinu frjálsa lofti viđ heimskautsbaug.  Ekki varđ ég heldur var viđ mikil samskipti á milli fuglanna - sá engan međ heyrnartól og enginn var flugturninn eđa umferđaljósinn.

Samt varđ enginn árekstur - aldrei flogiđ aftaná eđa svínađ... 

Ég var náttúrulega bara dagpart á stađnum og mínar athuganir geta varla talist tölfrćđilega marktćkar...

Hvernig stendur á ţví ađ viđ getum ekki hreyft okkur um í tvívídd dagpart án árekstra á međan ómenntađir,  mállausir og próflausir foglar fljúga í ţrívídd alla daga án ţess nokkurntímann ađ lenda í umferđaróhappi...

Kannski er ţađ bara eyjan góđa sem hefur ţessi áhrif - held ađ umferđaróhöpp séu fátíđ í Grímsey - ţó ađ ţar séu örugglega á ţriđja tug bíla og sennilega annađ eins af öđrum fararskjótum (fyrir utan merina Mö ... ) og bara eitt umferđarskilti...

...ţar sem vegfarendum er bent á ađ ekki meigi hjóla á bryggjunni...

 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Okt. 2017
S M Ţ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband