Leita í fréttum mbl.is

Að snúa á tímann

Eftir hátíðarnar eru farnar að birtast áður óséðar tölur á vigtinni,  tölur sem hingað til hafa átt sér öruggt heimili í annara manna vigtum.  Ég veit ekki alveg hvort þær eru velkomnar í minni og vona innst inni að þær séu bara líta inn á leið sinni til einhverra annara vigta...

Talandi um heimsóknir á og í vigtina.....

Hitti kunningja minn um daginn,  hann var skælbrosandi nuddandi á sér vembilinn í mikilli vellíðan um leið og hann sýndi mér plássið sem hafði myndast á milli ystu brúnar vembilsins og vestisins - við vorum báðir fínklæddir í jólaveislu.  Ég spurði í forundran hvernig hann hefði farið að þessu.  hann svariði hróðugur..

"Ég færði bara 1. janúar til 1. nóvember og hóf mitt heilsuátak fyrir jól í staðinn fyrir á fyrsta degi nýs árs eins og allir hinir..."

Glottið fór ekki af honum á meðan ég beitti hugarorkunni við að koma háu tölunum í vigtinni minni  í fóstur til annara vigta.  Ef það tækist gæti ég flutt 1. janúar til 1. mars á næsta ári.... eða bara látið 1. janúar hverfa með öllu ...;-)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband