Leita í fréttum mbl.is

Írland er nefnilega jaðarbyggð

Ásamt Spáni, og eflaust fleiri þjóðum í Evrópu sem nota Evru er Írland skilgreint sem jaðarbyggð. Þeirra efnahagslíf lýtur öðrum lögmálum en efnahagslíf mið Evrópu sem peningamálastefna Evrópska Seðlabankans virðist helst taka mið af. Það þýðir að Evran ýkir efnahagssveiflur Íra og Spánverja. Sveiflurnar, sem áður gátu komið fram í veikari pundi koma því fram annarsstaðar.

Ætli Íslandið bláa flokkist með hinum jaðarbyggðunum í Evrópu? eða með mið Evrópu? Eða ætli Íslandið sé í sérflokki sem handan jaðarbyggð ?


mbl.is Írar fleygi evrunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Eru þeir ekki með Evru?

Er kannski málið að á Spáni er samsetning efnahagslífsins önnur en í mið evrópu? Er Spánn kannski jaðarbyggð í henni Evrópu? Slá þá sveflurnar í efnahagnum út í atvinnuleysi í stað veikingar á gjaldmiðlinum (pesetanum gamla)?

Hvernig ætli Spánverjum gangi að komast út úr þessum þrengingum án þess að geta fellt gjaldmiðilinn?

Kannski getum við lært af þeim sunnanmönnum, og kannski er það hvernig á ekki að gera!


mbl.is Efnahagshrunið á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Heimilunum í landinu gert kleift að standa í skilum með erlend húsnæðislán

Ítilefni umræðu um greiðslujöfnun erlendra húsnæðislána,  sem aðeins er farið að bera á í samfélaginu ákvað ég að setja inn í bloggheima grein sem ég og félagi Ragnar Sær skrifuðum í Moggann í lok síðasta  árs.  Síðan þá hef ég ásamt vaskri sveit manna í Íslandsbanka unnið að útfærslu þessara hugmynda.  Útfærslum sem hafa ratað inn á borð SFF,  hinna bankanna og að lokum stjórnvalda.

Það er því að snúa hlutum á haus að saka Birnu og Íslandsbanka um að eigna sér annara banka tillögur. 

 Áður birt í Mogganum 18. desember 2008.:

 


  • Þak á endurgreiðslu erlendra húsnæðislána.
  • Gengissveifla færð frá greiðslunni yfir á lánstímann

Hver er vandinn?

Erlend húsnæðislán eru með þeim „ósköpum”  að lánsfjárhæð og þar af leiðandi greiðslubyrði sveiflast eftir þróun gengis!  Þetta hefur haft afgerandi áhrif á bæði eignastöðu og greiðslugetu fólks sem hefur tekið slík lán til fjármögnunar íbúðahúsnæðis. 

Lántakendur erlendra húsnæðislána hafa metið hættuna á falli krónunnar á móti ávinningi af lægri vöxtum í erlendri mynt og komist að þeirri niðurstöðu að lægri vextir vegi þyngra en hugsanlegt gengisfall. 

Nú er komin upp sú staða að gengið hefur fallið miklu meira en nokkurn óraði fyrir. Fall krónunnar hefur haft þau áhrif á stöðu erlendra húsnæðislána og greiðslubyrði að til vandræða horfir.  

Dæmi eru um að greiðslubyrði hafi rúmlega tvöfaldast frá ársbyrjun til dagsins í dag þó að heldur hafi dregið úr, nú eftir að krónan styrktist að nýju.

Hvað er til ráða? 

Tvö úrræði hafa verið kynnt til sögunnar. Bæði úrræðin eru til skamms tíma.  Annarsvegar að frysta lánið í 4 mánuði,  þar sem greiðandi greiðir hvorki vexti né afborganir í 4 mánuði og hinsvegar frestun í 6 mánuði,  þar sem greiðandi greiðir einungis vexti og afborgunum er frestað.  Bæði þessi úrræði hafa þann kost að gefa greiðendum andrúm á meðan krónan er mjög veik, enda hafa greiðendur erlendra húsnæðislána nýtt sér þessi úrræði í talsverðu mæli.

Vandinn sem skapast vegna ofangreindra leiða er tvíþættur.  Í fyrsta lagi  eru þær tímabundnar.  Hvað gerist að þeim tíma liðnum,  sérstaklega ef gengið hefur ekki styrkst til mikilla muna? Á að fresta/frysta lánin aftur?  Í öðru lagi hafa þær í för með sér skertar greiðslur til bankanna,  sem þar með eiga erfiðara um vik að uppfylla hlutverk sitt og skyldur.

Lausnin er Teygjulán.

Til að bregðast við vandanum höfum við kynnt skuldbreytingaleið þar sem sveiflan á gengi krónunnar er látin koma fram í lánstímanum í staðinn fyrir greiðslubyrðinni.  

TeygjuSveiflaEf greiðsla var áður 120 þúsund á mánuði,  sjá skýringamynd.  Þá gæti hún verið komin í 220 þúsund núna.  Með því að miða við tiltekna gengisvísitölu væri hægt að ákveða að greiðslan yrði t.d. 168 þúsund krónur á mánuði.  Greiðslufjárhæðin yrði fest og þannig sett þak á greiðslu hvers gjalddaga.

Á hverjum gjalddaga er greiðslunni ráðstafað inn á gjaldfallna vexti og afgangurinn notaður til að greiða eins mikið inn á höfuðstólinn og hægt er.  Mismunurinn á milli upphaflegrar afborgunar og þess sem greitt er inn á höfuðstólinn er fært á nýjan gjalddaga aftan við lánið,  lánið er í raun teygt í annan endann.

Þegar gengið hefur styrkst að nýju þá hækkar hlutfall höfuðstólsgreiðslunnar til samræmis . Þá er síðasta afborgun lánsins TeygjuTaflalækkuð og sá hluti færður fram. Lánið styttist sem því nemur.

Á árinu 2009 gæti dæmið litið svona út fyrir heimili,  sem voru áður með lán að fjárhæð 20 milljónir og hefur hækkað upp í tæplega 36 milljónir króna og greiðslubyrðin þannig hækkað um 80%.  Árlegur afgangur vegna lægri höfuðstólsgreiðslu gæti numið rúmlega 600 þúsund krónum.  

Ávinningur fyrir heimilin og bankana!

Annarsvegar er greiðendum gert kleift að standa í skilum með viðráðanlegri og fastri greiðslu á gjalddaga og hinsvegar er bönkunum tryggt greiðsluflæði til að geta hafið lánastarfsemi að nýju,  heimilum og fyrirtækjum til hagsbóta. 

Til þess að tryggja jafnræði mun eigandi bankanna ákvarða viðmiðunarmörk, t.d. tiltekna gengisvísitölu. 

Greiðslufjárhæðin sem ákveðin verður gæti verið látin gilda út lánstímann eða verið tímabundin,  til dæmis í 5 ár.

Í öllu falli þarf að gæta að því að greiðslufjárhæðin dugi að lágmarki fyrir vöxtum.

Fyrir hverja og hversu mikið er hægt að lækka greiðslubyrðina?

Erlend húsnæðislán bankanna eru ekki jafngreiðslulán (Annuitet) eins og t.d. verðtryggðu húsnæðislánin frá Íbúðalánasjóði. Erlendu lánin eru með jöfnum afborgunum þ.a. á hverjum gjalddaga er greidd sama erlenda fjárhæðin í afborgun.  Þetta hefur það í för með sér að heildargreiðslan á gjalddaga er mismunandi vegna þess að vaxtagreiðslan er hæst á fyrri hluta lánstímans og fer svo lækkandi út lánstímann vegna lækkandi höfuðstóls.   Vegna jafnra afborgana er afborganahlutinn á fyrri hluta lánstímans talsvert hærri en á jafngreiðslulánum (Annuitet) til sama lánstíma.  Þetta skapar svigrúm til að lækka greiðslu á hverjum gjalddaga sem nemur hluta eða allri afborgunni.

Þetta úrræði gerir meirihluta greiðenda erlendra húsnæðislána kleift að lækka greiðslubyrðina verulega,  sérstaklega er þetta áhugavert fyrir þá sem eru með lán til styttri tíma og á lágum vöxtum,  sem ég hygg að sé meirihluti greiðenda erlendra húsnæðislána. 

Tryggja þarf jafnræði meðal heimila í landinu þannig að þeir sem ekki ráða við að greiða lágmarksgreiðslu þrátt fyrir ofangreinda skuldbreytingu geti notið annarra og þá sértækari úrræða.  


Hver var kjarnageta fjármálageirans?

Þegar fyrirtæki nær einstökum árangri byggist hann oftast á einstakri kjarnagetu þess til að ná samkeppnisforskoti og í kjölfarið yfirburðastöðu á markaði.  Stöðu sem svo hjálpar því að ná yfir meðalarðsemi til langs tíma,  sem aftur hjálpar því að viðhalda stöðu sinni.

Í þessu ljósi er áhugavert að velta fyrir sér hvaða kjarnagetu bankarnir Íslensku réðu yfir.  Var það þekking starfsmanna?  Stuttar boðleiðir á milli manna?  Einsakur fyrirtækjabragur,  er byggðist á sér Íslenskum aðstæðum og hefðum?  Var það aðgangur forráðamanna bankanna að ódýru fjármagni?

Glitnir taldi að bankinn hefði eitthvað fram að færa í Orkugeiranum og í Sjávarútveginum.  þessa nálgun byggði bankinn á Íslenskum veruleika,  þar sem þessar tvær atvinnugreinar eru rótgrónar hér og því hægt að gera ráð fyrir að mikil sérþekking sé til staðar í samfélaginu.  Stjórnendur bankans vildu meina að hægt væri að yfirfæra þessa þekkingu á fjármálagerninga,  að bankinn gæti selt að hann byggi yfir kjarnagetu er fælist í þekkingu á hvernig þessir atvinnuvegir virka og hvernig best er að þjóna þeim með fjármálaþjónustu.

Hinir bankarnir og í seinni tíð líka Glitnir lögðu ekki sérstaka áherslu á skilgreind svið.  Þvert á móti lögðu þeir áherslu á að skilgreina heimamarkaði sýna víðara en bara littla Ísland og keyptu fyrirtæki í almennri fjármálaþjónustu á nýjum heimamörkuðum sínum.

Aftur spyr maður sig:  Á hvaða kjarnagetu byggðu bankarnir þegar þeir mótuðu þessa stefnu? Vildu þeir meina að þeir væru einfaldlega snjallari en starfandi bankar og fjármálafyrirtæki á útvíkkuðum heimamarkaði?

Þegar öllu er á botninn hvolft – eins og er heldur óþægilega, bókstaflega staðan í dag – þá byggðist kjarnageta bankanna ekki á neinu af því sem að ofan er nefnt.  Snilli okkar bankamanna er hvorki meiri né minni en annarra snjallra bankamanna.  Sérstaða Íslensku bankanna fólst í slælegu regluverki og enn slælegra eftirliti – ekki bara af hendi innlendra stofnana heldur einnig erlendra,  sem á óskiljanlegan hátt heyktust við að skilja samhengi hlutanna.

Það er nefnilega ekki hægt að ætlast til að menn vinni á móti eðli sínu,  allavega ekki hjálparlaust.  Það er t.d. óvinnandi að kenna ketti að veiða ekki fugla!  Það er í eðli kattarins að veiða – meira að segja líka þegar hann hefur ekki lyst á bráðinni.  Ef eigandi kattarins setur ekki bjöllu á hann munu margir saklausir fuglar láta lífið, engum til góðs.  Að sama skapi er erfitt að ætlast til þess að bankamenn hætti að lána eða taka á móti innlánum.  Það er í eðli þeirra – annars væru þeir ekki bankamenn!

Það er hlutverk stofnana og eftirlitsaðila að setja bjöllu kettina.  þ.e. ef við metum smáfuglana einhvers.


Hvar er sendiherrann Bjarni

Áður var þörf en nú er nauðsyn

Hvar er upplýsingagjöf til erlendra fjölmiðla ?  Hvernig er hægt að ætlast til að erlendir fjölmiðlamenn - sem einhverra hluta vegna pikka frekar upp neikvæðar fréttir af útrásinni góðu,  miðli "réttum" upplýsingum ef enginn talar við þá ?

Bjarni Ármanns lyfti grettistaki í kreppunni fyrri með því að flakka endalaust á milli landa og tala máli bankanna og littla hagkerfisins okkar.

Það er ekki nóg að halda fréttamanna fund heima á Íslandi og senda út sterílar fréttatilkynningar.  Þegar stemninginn er orðin eins og hún virðist vera núna (Danir miðla engu um Ísland nema það staðfesti þá skoðun að allt sé að fara til verri vegar,  frekar fyrr en seinna)  Þá verðum við að berjast á móti með öflugri upplýsingamiðlun...

Ja.. nema það sé eitthvað til í þessu hjá Dönunum....;-) 

 


mbl.is Segir umfjöllun Børsen bera vott um æsifréttamennsku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Umferð í 3d í Grímsey

Var í Grímsey á lengsta degi ársins.  Hugmyndin að upplifa miðnætursólina við heimskautsbaug. Sólin tók ekki vel í þá hugmynd og faldi sig í skjóli lágra skýja og norðanáttar.

Við skoðuðum fuglalífið og sig í berg,  sigldum, borðuðum,  gengum og hlustuðum á fróða og söguglaða menn halda okkur andagtugum í kirkjunni,  hákarlaskúrnum og fjörunni.  Veltum við steinum og leituðum upprunans í félagskaps brottfluttra og forvitinna.

Það er sterk upplifun að vera í hóp samþenkjandi fólks að leita,  fræðast og kynnast einhverju sem það þráir, hver á sinn hátt og hefur hugsað um og velt fyrir sér um langa hríð.  Hópurinn verður svo sterkur í upplifuninni.  Ekki skemmir fyrir að vera undir handleiðslu Eyjajarlsins Helga Dan og sveitastjórans Bjarna.

Lokaatriðið var einmitt bjargsig Bjarna,  sem verður 77 ára á laugardaginn.  Hann seig í bjargið og við pílagrímarnir horfðum á með öndina í hálsinum.  

Á meðan á undirbúningi sigsins stóð sat ég í Lundahótelinu efst á bakkanum og reyndi að komast hjá því að adetta niður.  Fór að fylgjast með fluglagi og umferð í bjarginu.  Ég kann nú illa að greina fuglategundir,  ég er þó nokkuð viss um að þarna voru Lundar,  Mávar,  Fýlar og Langvíur (veit þó ekki endilega hver var hvað...;-)  

Fuglarnir flugu og flugu,  lentu á sillum og tóku flugið,  sumir svifu á meðan aðrir þurftu að blaka sýnum stuttu vængjum ótt og títt í tíma og ótíma.

Eðli máls samkvæmt flugu fuglarnir líka mishratt og í þrívídd - fóru ekki eftir neinum vegum sem ekki voru,  engin umferðaskilti voru þarna í berginu eða hinu frjálsa lofti við heimskautsbaug.  Ekki varð ég heldur var við mikil samskipti á milli fuglanna - sá engan með heyrnartól og enginn var flugturninn eða umferðaljósinn.

Samt varð enginn árekstur - aldrei flogið aftaná eða svínað... 

Ég var náttúrulega bara dagpart á staðnum og mínar athuganir geta varla talist tölfræðilega marktækar...

Hvernig stendur á því að við getum ekki hreyft okkur um í tvívídd dagpart án árekstra á meðan ómenntaðir,  mállausir og próflausir foglar fljúga í þrívídd alla daga án þess nokkurntímann að lenda í umferðaróhappi...

Kannski er það bara eyjan góða sem hefur þessi áhrif - held að umferðaróhöpp séu fátíð í Grímsey - þó að þar séu örugglega á þriðja tug bíla og sennilega annað eins af öðrum fararskjótum (fyrir utan merina Mö ... ) og bara eitt umferðarskilti...

...þar sem vegfarendum er bent á að ekki meigi hjóla á bryggjunni...

 


Geirný er nafnið....

Þar sem Geir verður aðal er eðlilegt að stjórnin taki nafn sitt af honum.

Þar sem hann á hinsvegar allt sitt undir Ingibjörgu er ekki nema sjálfsagt að nafnið kvenkyns...
....til að minna hann - og okkur á það að stjórnin á líf sitt undir konu og til að bæta Ingibjörgu upp missi forsætisráðuneytisins.

Um leið og ég vona að hin kvenlega lína í stjórninni verði til þess að hin kvenlegu og mjúku velferðamál verði fyrirferðamikil í lausnum hennar, óska ég henni velfarnaðar og langlífis.

Nýtt upphaf í umboði Geirs.....

;-)


mbl.is Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Há laun í fjármálageiranum

Á heimasíðu Kaupþings er ritgerð um viðskiptahallann og verðlagningu krónunnar: Vandalaus viðskiptahalli  

Á bls 15 er velt upp breytingum á hlutfalli þjónustutekna af landsframleiðsu og útflutningsverðmæti og bent á vaxandi hlutdeild þjónustutekna almennt.  Einnig er farið yfir áhrif þess að kaupmáttur í fjármálageiranum hefur aukist mest frá 1998 til 2006 eða um 83%.

Leitt eru að því líkur að þróun kaupmáttar í fjármálageiranum gæti smitast yfir á aðrar greinar atvinnulífsins og hefði þennig áhrif á raungengið.... 

En það er ekki áhrif svimandi kaupmáttaraukningar í fjármálageiranum á raungengið sem er athyglisverð,  heldur hitt að kannski togar þessi þróun aðra geira með sér.

Fjármálageirinn stuðlar semsagt að aukinni kaupmáttaraukningu atvinnulífsins í heild...

Ætli Vinstri grænir viti af þessu ?

Ég er að segja það !


Blautur draumur Sósíaldemokratans

Eftir lestur greinar Jón Baldvins og Reykjavíkurbréfið sem kom í kjölfarið hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu.

Allir skynsamir menn eru jafnaðarmenn.  Aðstæður í landi hverju og í lífi hvers og eins hafa síðan áhrif á það í hvaða flokki menn finna sér farveg fyrir þessa skynsamlegu afstöðu til lífs og samfélags.  Einnig hefur saga og kúltúr hvers flokks,  ásamt vali á leiðtogum hans talsverð áhrif á fylgið.

Á Norðurlöndum hafa systurflokkar Samfylkingarinnar náð að höfða til þessarar skynsömu afstöðu þorra hugsandi manna - og kvenna náttúrulega.

Á Íslandi er það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking !

Draumur Samfylkingar manna og kvenna um einn stóran jafnaðarmannaflokk er í raun draumur um náið samstarf eða sameiningu við Sjálfstæðisflokkinn.

Eftir sitja þá litlir flokkar til hægri og vinstri ásamt sérframboðum sem koma og fara

Ég er að segja það ! 


Mótorhjól á Reykjanesbraut hinni nýju

Ég tók rúntinn á Skugganum í fyrrakvöld.  Veðrið var gott og göturnar auðar.  Skugginn var upp á sitt allra besta nýþrifinn og viljugur (Skugginn er Honda Shadow 1100...)

Ég ákvað að kíkja útí Hafnarfjörð - í Vallarhverfið til að fylgjast með framkvæmdum við innréttingu á einbýlishúsi nokkru - sem á eftir að verða geggjað.

Efri leiðin út í fjörð,  þ.e. Reykjanesbrautin er nú tvöfölld,  sem er væntanlega gert til að liðka fyrir umferð ásamt að gera vegarspottann öruggari.

Fyrra markmiðið næst örugglega en það síðar alls ekki eins og brautin er núna frágengin.  Það er stórhættulegt að keyra um nýju akreinina suður til Hafnarfjarðar á mótorhjóli.  Allt fullt af fræstum vegmerkingum,  malbiksbrúnum og holum.

Þetta þarf að laga strax - áður en einhver á tvíhjóla tryllitæki verður sér á fjörtjóni !

Ég er að segja það !


Næsta síða »

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband