Leita í fréttum mbl.is

SVÓT greiningu á nemendurna

Var að hlusta á viðtal við Þórólf Þórlindsson í viðtali hjá Speglinum á RÚV.  Þar varð honum tíðrætt um skólakerfið á Íslandi og samanburð á því við kerfin hjá nágrannalöndunum.

Eitt vakti þar sérstaka athygli mína.  Hann sagði,  eitthvað á þá leið að það ætti frekar að einbeita sér að styrkleikum hvers nemanda í stað veikleika.

Þetta er tær snilld.

Í stað þess að fjölga tímum í fögunum sem nemendur eru slakir í á að leggja áherslu á þau fög sem hann,  ja eða hún er sterkur í.

Þetta hefur verið iðkað í stefnumótun fyrirtækja um langa hríð,  svo langa að aðferðin er eiginlega dottin úr tísku.  Spurning hvort hún fær uppreisn æru í skólakerfinu.  Það skyldi þó aldrei vera !

Aðferðin heitir  SVÓT greining. 

SVÓT greining stendur fyrir S = Styrkleika;  V = Veikleika, Ó = Ógnanir og T = Tækifæri.  Leitast er við að greina styrkleika og veikleika fyrirtækisins ásamt að gera sér grein fyrir þeim ógnunum og tækifærum sem umhverfi þess býr yfir.

Spurning hvort við ættum að beita henni á hvern nemenda einu sinni á ári og miða einstaklingsmiðað námið við útkomu úr henni.

Kannski er hægt að aðlaga þessa aðferð - sem hingað til hefur verið notuð við að greina og hjálpa fyrirtækjum að ná meiri árangri,  að þörfum og veruleika barnanna okkar og ekki síst skólakerfisins ?

Hugsið ykkur.  Á hverju ári væri hver einstaklingur greindur,  hans styrkleikar kortlagðir ásamt veikleikunum og í kjölfarið væri námið sniðið að þörfum hans.

Gæti kannski verið snúið í framkvæmd...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Baldur Már Bragason

Áhugavert.  Ætli þetta myndi ekki líka stuðla að meiri 'starfsánægju' í skólum?  Og þá væri kannski líklegra að nemendur gætu einnig bætt sig í þeim fögum sem þau eru slök í.

Baldur Már Bragason, 16.2.2007 kl. 20:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband