Leita í fréttum mbl.is

Ökumenn 274.938 bíla af 274.953 til fyrirmyndar í síðustu viku

Var að vela fyrir mér hversu miklu máli skiptir hvaða afstöðu maður kýs að hafa.  Hvernig maður velur að sjá hlutina. 

Hvort maður sér hálffullt glas eða hálftómt.

Hvort maður muni vinna eða tapa leiknum - áður en hann hefst.

Fór að hugsa þetta þegar fréttir bárust af breyttri nálgun við mat á örorku.  Þar sem yfirvaldið hefur snúið málinu á haus og talar nú um mat á starfsorku.  í stað þess að einblína á veikleika viðkomandi - örorkuna.  Er fókusinn kominn á styrkleikann. 

Ef maður er metinn 40% öryrki þá leiðir af sjálfu sér að hann getur unnið 60% starf !

Þetta er snilld og dæmi um hversu miklu skiptir að móta sér jákvæða afstöðu til viðfangsefnisins.

Af hverju höldum við t.d. ekki uppá það að á Íslandi sé 98% atvinna.  í stað þess að slá því upp að atvinnuleysi hafi aukist og sé komið í 2%.

Eða að ökumenn 274.945 bíla  af 274.953 óku allsgáðir um helgina !

Eða 998 börn af hverjum 1.000 sem fæðast á Íslandi fæðast heilbrigð og eiga sér bjarta framtíð !

;-)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband