Leita í fréttum mbl.is

Svefnminnið

Um leið og hann var búinn að kveikja á flatskjánum,  myndbandstækinu,  DVD spilaranum og öllum afruglurunum ásamt gervihnattamóttakarastjórbúnaðinum kom hann sér fyrir í uppáhalds stólnum sínum,  stólnum sem hann keypti af manni með uppásnúið yfirvaraskegg,  sem var örugglega eigandi antíkbúðarinnar á Hverfisgötunni þar sem billiard búlla var annaðhvort áður eða eftir að antík búðinn flutti.

Hann byrjaði að flétta í rásunum,  yfirleitt tók fyrsta umferð lengstan tíma,  það tók aðeins á að koma dagskrárlið hverrar stöðvar fyrir sífellt stækkandi svefnminninu.  Minninu sem náði að drekka í sig fréttum líðandi stundar, raunverulegum aðstæðum raunverulegs fólks í raunveruleikaþáttum og öðrum hagnýtum fróðleik, án þess að hann væri að beinínis að horfa.  Eftir fyrstu umferðina var hann einga stund að flétta í gegn,  svefnminnið sá til þess.

Hann var enn staddur í fyrstu umferð þegar það byrjar að naga hann samviskubitið.  Væri ekki betra að sinna fólkinu sínu betur,  ætti hann ekki frekar að vera í heimsókn hjá afa gamla á elliheimilinu.  Væri hann ekki betur settur vitandi hvernig ástarmálin gengu fyrir sig hjá kallinum.  Lítandi sér nær; ætti hann ekki frekar að vera að læra með stráknum sínum,  sýna honum stuðning í náminu.  Eða fara með honum á æfingu.  Taka þátt í lífinu í kringum sig.

Í upphafi seinni umferðarinnar slokknaði á þessum hugleiðingum og hann hóf áhorfið.

Ekki bærðu þessar hugrenningar aftur á sér fyrr en kvöldið eftir og þá aftur í fyrstu umferðinni, rétt áður en svefnminnið fylltist...

Á hverju kvöldi,  alltaf...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband