Leita í fréttum mbl.is

Kalkúnninn djúpsteiktur

Um leið og óska öllum nær og fjær gleðilegs árs og friðar get ég ekki stillt mig um að deila með ykkur áramótamatnum. 

Hann var snilld.

Við djúpsteiktum kalkún í heilu lagi.  Aðferðin er einföld.  Fyrir hvert pund af fugli er steikt í 3 til 3,5 mínútur.  Fuglinn okkar var 5 Kg og tók því 38,5 mínútur m.v. 3,5 mín. á pund (hvert kíló er um 2,2 pund).

Trikkið er að krydda foglinn daginn áður með bragðmiklu kryddi,  sem er þó ekki laufmikið (kalkúnakrydd frá Pottagöldrum er t.d. ekki sérlega hentugt)  Töfrakryddið virkaði hinsvegar eins og.... töfrar. 

Stór pottur er lykilatriði ásamt gasbrennaranum,  hann þarf að vera nokkuð öflugur til að geta haldið hita á olíunni allri allann tímann - líka eftir að kaldur foglurinn er kominn ofaní.

Kvikindið er sem sagt djúpsteikt í stórum potti - ég notaði 4 gallon af jurta og kornolíu,  sem er kynntur með gasbrennara.  Best er að framkvæma gjörninginn í skúrnum eða undir skyggni úti við.  Það kemur svolítil bræla af þessu og hætt er við að olían sullist svolítið....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hanna María Geirdal

pabbi, kalkúnninn var æði, bæði um áramótin og núna áðan ( 6.jan ).

takk fyrir að vera til og að vera svona frábær pabbi,

kær kveðja,

Hanna María

Hanna María Geirdal, 6.1.2007 kl. 22:58

2 identicon

Ég tek undir þetta með kalkúninn hann er hrein snilld

takk fyrir á fá að vera með

kveðja Mamma

mamma (IP-tala skráð) 9.1.2007 kl. 23:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband