Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2007

Há laun í fjármálageiranum

Á heimasíðu Kaupþings er ritgerð um viðskiptahallann og verðlagningu krónunnar: Vandalaus viðskiptahalli  

Á bls 15 er velt upp breytingum á hlutfalli þjónustutekna af landsframleiðsu og útflutningsverðmæti og bent á vaxandi hlutdeild þjónustutekna almennt.  Einnig er farið yfir áhrif þess að kaupmáttur í fjármálageiranum hefur aukist mest frá 1998 til 2006 eða um 83%.

Leitt eru að því líkur að þróun kaupmáttar í fjármálageiranum gæti smitast yfir á aðrar greinar atvinnulífsins og hefði þennig áhrif á raungengið.... 

En það er ekki áhrif svimandi kaupmáttaraukningar í fjármálageiranum á raungengið sem er athyglisverð,  heldur hitt að kannski togar þessi þróun aðra geira með sér.

Fjármálageirinn stuðlar semsagt að aukinni kaupmáttaraukningu atvinnulífsins í heild...

Ætli Vinstri grænir viti af þessu ?

Ég er að segja það !


Blautur draumur Sósíaldemokratans

Eftir lestur greinar Jón Baldvins og Reykjavíkurbréfið sem kom í kjölfarið hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu.

Allir skynsamir menn eru jafnaðarmenn.  Aðstæður í landi hverju og í lífi hvers og eins hafa síðan áhrif á það í hvaða flokki menn finna sér farveg fyrir þessa skynsamlegu afstöðu til lífs og samfélags.  Einnig hefur saga og kúltúr hvers flokks,  ásamt vali á leiðtogum hans talsverð áhrif á fylgið.

Á Norðurlöndum hafa systurflokkar Samfylkingarinnar náð að höfða til þessarar skynsömu afstöðu þorra hugsandi manna - og kvenna náttúrulega.

Á Íslandi er það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking !

Draumur Samfylkingar manna og kvenna um einn stóran jafnaðarmannaflokk er í raun draumur um náið samstarf eða sameiningu við Sjálfstæðisflokkinn.

Eftir sitja þá litlir flokkar til hægri og vinstri ásamt sérframboðum sem koma og fara

Ég er að segja það ! 


Mótorhjól á Reykjanesbraut hinni nýju

Ég tók rúntinn á Skugganum í fyrrakvöld.  Veðrið var gott og göturnar auðar.  Skugginn var upp á sitt allra besta nýþrifinn og viljugur (Skugginn er Honda Shadow 1100...)

Ég ákvað að kíkja útí Hafnarfjörð - í Vallarhverfið til að fylgjast með framkvæmdum við innréttingu á einbýlishúsi nokkru - sem á eftir að verða geggjað.

Efri leiðin út í fjörð,  þ.e. Reykjanesbrautin er nú tvöfölld,  sem er væntanlega gert til að liðka fyrir umferð ásamt að gera vegarspottann öruggari.

Fyrra markmiðið næst örugglega en það síðar alls ekki eins og brautin er núna frágengin.  Það er stórhættulegt að keyra um nýju akreinina suður til Hafnarfjarðar á mótorhjóli.  Allt fullt af fræstum vegmerkingum,  malbiksbrúnum og holum.

Þetta þarf að laga strax - áður en einhver á tvíhjóla tryllitæki verður sér á fjörtjóni !

Ég er að segja það !


Við erum fangar skipulagsins

Undarlegt hvernig skipulag og skorður sem við sjálf setjum okkur hamla för og hvetja okkur til rangrar rákvarðanatöku.

Hafnfirðingar vildu ekki sameinast Vogum hér um árið.  Hafna svo stækkun álversins,  sem verður til þess að Alcan lýtur á næst ódýrasta kostinn og flytur sig yfir á Keilisnes.

Sem er að sjálfsögðu miklu betri staðsetning allra hluta vegna,  er ekki í byggð en þó innan þéttbýlisseilingar með aðgang að nægu vinnuafli í nálægðinni (Svo er stutt á völlinn þaðan sem vinnuaflið mun sennilega koma...;-)

En.... þá fá Hafnfirðingar ekki útsvarstekjurnar heldur Vogar - sem,  ef þessi tvö sveitarfélög væru eitt,  skipti engu máli og Hafnfirðingum jafnt og Alcan hefði aldrei dottið í hug að leggja til stækkun í Straumsvík.

Alcan hefði einfaldlega byggt stækkunina á Keilisnesi með blessun HafnarVoga og allir verið glaðir.

Annað svona slys er að gerast í Kópavogi.  Hvernig dettur yfirvöldum þar í hug að byggja höfn í Skerjafirðinum,  þegar Reykjavík er að leggja drög að flutningi hafsækinnar starsemi upp í Hvalfjörð. Ef Reykjavík og Kópavogur væru Reykjavogur þá dytti engum í hug að setja höfn í Skerjafjörðinn;  Nú eða grafa Heiðmörkina í sundur til að koma fyrir vatnslögn.  það hlýtur að vera hægt að komast inná kaldavatnslögn annarsstaðar.

Eftir að Keflavík og Njarðvík sameinuðust, ásamt Höfnunum hefur bærinn blómstrað.  Nýbyggingum hefur verið fundinn staður í Innri Njarðvík og iðnaðarstarfsemi í Helguvík. Sem allra hluta vegna er skynsamlegt staðsetningarval.  Ef engin hefði verið sameiningin þá hefðu verið skipulögð íbúðabygging á Berginu eða á Miðnesheiðinni og Njarðvíkingar hefðu sennilega komið Iðnaðinum fyrir í Innri Njarðvík.  Menn hefðu verið bundnir af skipulagseiningum sem engu skiluðu öðru en röngum áherslum.  Í staðinn færist íbúðabyggðin nær höfuðborgarsvæðinu og verður samkeppnisfær við aðrar jaðarbyggðir.

Við búum okkur til okkar eigin hindranir og staðfestum það í vitlausum skipulagseiningum;  Römmum inn hugsanir okkar og lokum augunum.

Ég segi sameinum öll sveitarfélög á Höfuðborgarsvæðinu,  nú eða bara öll sveitarfélög landsins.  Lítum hnattrænt á hlutina. 


Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband