10.1.2007 | 22:45
Verðtryggingin
Af hverju vex Íslensku samfélagi ásmegin nú um stundir ?
Er það vegna uppbyggingar álvera og tilheyrandi orkuvera ?
Er það vegna hás afurðaverðs sjávarfangs ? Eða mikils afla ?
Varla, því okkur er fyrst og fremst að vaxa ásmegin í verslun og bankastarfsemi og iðnaði hvers konar, mest á erlendri grund. Er það vegna þess að allt í einu spratt upp ofursvöl stétt athafnamanna, sem eru svo fífldjarfir að gera það sem gengnir fífldjarfir athafnamenn þorðu ekki.
Kannski vissu þeir bara ekki að þetta var ekki hægt og gerðu það bara... eins og heyrnarlausi froskurin sem náði upp á topp veggjarins eftir að allir hinir heyrandi höfðu gefist upp. Fyrst og fremst vegna síbylju úrtöluradda þeirra sem á horfðu (þetta á Mamma eftir að segja að sé málið)
Ég held að undirrót vaxtarins og undirliggjandi ástæða áræðni þessara ofursvölu og líka okkar hinna sé í raun ofureinföld.
Verðtryggingin !
Í kerfið er innbyggð víxlverkun, sem gerir það að verkum að ef launin hækka þá hækkar verð á nauðsynjum sem aftur kalla á launahækkun. Þetta er mælt með vísitölum, sem saman kallast verðtrygging. Hversu gáfulegt sem það nú sýnist þá hefur þessi hækkun áhrif á höfuðstól lána þorra Íslendinga - þau hækka ! Sem aftur þrýstir á hækkun húsnæðisverðs - ekki er hægt að selja á verði sem dekkar ekki lánin, þá er betra að vinna meira og borga lánin. Hækkun húsnæðisverðs hefur svo sömuleiðis áhrif til hækkunar verðtryggingarinnar - sem kallar á hækkun launa.... og hringurinn lokast.
Þetta hefur orðið til þess að við erum dugleg. Við vinnum og vinnum og vinnum. Við erum líka úrræðagóð og fljót að tileinka okkur allt sem auðveldar okkur að vinna hraðar og meira, allir eru nettengdir - til að geta unnið heima, við eigum tvo bíla - svo hægt sé að fara í búð meðan hinn vinnur.
Við erum líka alltaf á tánum. Ætli sé betra að skuldbreyta í Jen. Ætti ég að auka á yfirdráttinn og kaupa hlutabréf í OZ eða Decode - nú eða í seinni tíð, í FL eða Straumi - nú eða 365.
Við fylgjumst vel með og dáumst að þeim sem hafa náð landi - eru komnur útúr verðtryggðum húsnæðislánum, eru bara með sambankalán hjá Barkleys. Hetjurnar eru þeir sem hlaupa hraðar en Neysluverðsvísitalan.
Næsta útflutningsvara okkar Íslendinga gæti verið verðtryggingin - eða kannski ættum við ekki að segja neinum frá....
Allavega ekki Dönum !
Athugasemdir
Þetta er þvílík hringavitleysa að það gæti alveg verið að þeir sem ráða vita ekki að þetta er ekki hægt nee segi bara svona
kv. mamma
Vigdís Erlingsdóttir (IP-tala skráð) 11.1.2007 kl. 16:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.