Leita í fréttum mbl.is

Við erum fangar skipulagsins

Undarlegt hvernig skipulag og skorður sem við sjálf setjum okkur hamla för og hvetja okkur til rangrar rákvarðanatöku.

Hafnfirðingar vildu ekki sameinast Vogum hér um árið.  Hafna svo stækkun álversins,  sem verður til þess að Alcan lýtur á næst ódýrasta kostinn og flytur sig yfir á Keilisnes.

Sem er að sjálfsögðu miklu betri staðsetning allra hluta vegna,  er ekki í byggð en þó innan þéttbýlisseilingar með aðgang að nægu vinnuafli í nálægðinni (Svo er stutt á völlinn þaðan sem vinnuaflið mun sennilega koma...;-)

En.... þá fá Hafnfirðingar ekki útsvarstekjurnar heldur Vogar - sem,  ef þessi tvö sveitarfélög væru eitt,  skipti engu máli og Hafnfirðingum jafnt og Alcan hefði aldrei dottið í hug að leggja til stækkun í Straumsvík.

Alcan hefði einfaldlega byggt stækkunina á Keilisnesi með blessun HafnarVoga og allir verið glaðir.

Annað svona slys er að gerast í Kópavogi.  Hvernig dettur yfirvöldum þar í hug að byggja höfn í Skerjafirðinum,  þegar Reykjavík er að leggja drög að flutningi hafsækinnar starsemi upp í Hvalfjörð. Ef Reykjavík og Kópavogur væru Reykjavogur þá dytti engum í hug að setja höfn í Skerjafjörðinn;  Nú eða grafa Heiðmörkina í sundur til að koma fyrir vatnslögn.  það hlýtur að vera hægt að komast inná kaldavatnslögn annarsstaðar.

Eftir að Keflavík og Njarðvík sameinuðust, ásamt Höfnunum hefur bærinn blómstrað.  Nýbyggingum hefur verið fundinn staður í Innri Njarðvík og iðnaðarstarfsemi í Helguvík. Sem allra hluta vegna er skynsamlegt staðsetningarval.  Ef engin hefði verið sameiningin þá hefðu verið skipulögð íbúðabygging á Berginu eða á Miðnesheiðinni og Njarðvíkingar hefðu sennilega komið Iðnaðinum fyrir í Innri Njarðvík.  Menn hefðu verið bundnir af skipulagseiningum sem engu skiluðu öðru en röngum áherslum.  Í staðinn færist íbúðabyggðin nær höfuðborgarsvæðinu og verður samkeppnisfær við aðrar jaðarbyggðir.

Við búum okkur til okkar eigin hindranir og staðfestum það í vitlausum skipulagseiningum;  Römmum inn hugsanir okkar og lokum augunum.

Ég segi sameinum öll sveitarfélög á Höfuðborgarsvæðinu,  nú eða bara öll sveitarfélög landsins.  Lítum hnattrænt á hlutina. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband