Leita í fréttum mbl.is

Mótorhjól á Reykjanesbraut hinni nýju

Ég tók rúntinn á Skugganum í fyrrakvöld.  Veðrið var gott og göturnar auðar.  Skugginn var upp á sitt allra besta nýþrifinn og viljugur (Skugginn er Honda Shadow 1100...)

Ég ákvað að kíkja útí Hafnarfjörð - í Vallarhverfið til að fylgjast með framkvæmdum við innréttingu á einbýlishúsi nokkru - sem á eftir að verða geggjað.

Efri leiðin út í fjörð,  þ.e. Reykjanesbrautin er nú tvöfölld,  sem er væntanlega gert til að liðka fyrir umferð ásamt að gera vegarspottann öruggari.

Fyrra markmiðið næst örugglega en það síðar alls ekki eins og brautin er núna frágengin.  Það er stórhættulegt að keyra um nýju akreinina suður til Hafnarfjarðar á mótorhjóli.  Allt fullt af fræstum vegmerkingum,  malbiksbrúnum og holum.

Þetta þarf að laga strax - áður en einhver á tvíhjóla tryllitæki verður sér á fjörtjóni !

Ég er að segja það !


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband