17.4.2007 | 14:22
Blautur draumur Sósíaldemokratans
Eftir lestur greinar Jón Baldvins og Reykjavíkurbréfið sem kom í kjölfarið hef ég komist að eftirfarandi niðurstöðu.
Allir skynsamir menn eru jafnaðarmenn. Aðstæður í landi hverju og í lífi hvers og eins hafa síðan áhrif á það í hvaða flokki menn finna sér farveg fyrir þessa skynsamlegu afstöðu til lífs og samfélags. Einnig hefur saga og kúltúr hvers flokks, ásamt vali á leiðtogum hans talsverð áhrif á fylgið.
Á Norðurlöndum hafa systurflokkar Samfylkingarinnar náð að höfða til þessarar skynsömu afstöðu þorra hugsandi manna - og kvenna náttúrulega.
Á Íslandi er það Sjálfstæðisflokkur og Samfylking !
Draumur Samfylkingar manna og kvenna um einn stóran jafnaðarmannaflokk er í raun draumur um náið samstarf eða sameiningu við Sjálfstæðisflokkinn.
Eftir sitja þá litlir flokkar til hægri og vinstri ásamt sérframboðum sem koma og fara
Ég er að segja það !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.