18.4.2007 | 12:56
Há laun í fjármálageiranum
Á heimasíðu Kaupþings er ritgerð um viðskiptahallann og verðlagningu krónunnar: Vandalaus viðskiptahalli
Á bls 15 er velt upp breytingum á hlutfalli þjónustutekna af landsframleiðsu og útflutningsverðmæti og bent á vaxandi hlutdeild þjónustutekna almennt. Einnig er farið yfir áhrif þess að kaupmáttur í fjármálageiranum hefur aukist mest frá 1998 til 2006 eða um 83%.
Leitt eru að því líkur að þróun kaupmáttar í fjármálageiranum gæti smitast yfir á aðrar greinar atvinnulífsins og hefði þennig áhrif á raungengið....
En það er ekki áhrif svimandi kaupmáttaraukningar í fjármálageiranum á raungengið sem er athyglisverð, heldur hitt að kannski togar þessi þróun aðra geira með sér.
Fjármálageirinn stuðlar semsagt að aukinni kaupmáttaraukningu atvinnulífsins í heild...
Ætli Vinstri grænir viti af þessu ?
Ég er að segja það !
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.