12.2.2008 | 11:12
Hvar er sendiherrann Bjarni
Áður var þörf en nú er nauðsyn
Hvar er upplýsingagjöf til erlendra fjölmiðla ? Hvernig er hægt að ætlast til að erlendir fjölmiðlamenn - sem einhverra hluta vegna pikka frekar upp neikvæðar fréttir af útrásinni góðu, miðli "réttum" upplýsingum ef enginn talar við þá ?
Bjarni Ármanns lyfti grettistaki í kreppunni fyrri með því að flakka endalaust á milli landa og tala máli bankanna og littla hagkerfisins okkar.
Það er ekki nóg að halda fréttamanna fund heima á Íslandi og senda út sterílar fréttatilkynningar. Þegar stemninginn er orðin eins og hún virðist vera núna (Danir miðla engu um Ísland nema það staðfesti þá skoðun að allt sé að fara til verri vegar, frekar fyrr en seinna) Þá verðum við að berjast á móti með öflugri upplýsingamiðlun...
Ja.. nema það sé eitthvað til í þessu hjá Dönunum....;-)
![]() |
Segir umfjöllun Børsen bera vott um æsifréttamennsku |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Af mbl.is
Innlent
- Fasteignirnar verðlausar
- Buðust til að kaupa íbúðir
- Bitinn af ókunnugum hundi
- Þokkalegt vorveður um helgina
- Isavia gyrði sig í brók: Nú er nóg komið
- Svandísi krossbrá yfir ákvörðun Bjarna
- Hildur og Mikael í Moulin Rouge!
- Mikill viðsnúningur í rekstri Árborgar
- Ásmundur Friðriksson í atvinnuleit
- Mörg börn með alvarlegan vanda bíða eftir meðferð
Erlent
- Selenskí og Trump funda mögulega í Róm
- Aðgerðir Trump-stjórnarinnar minni á McCarthyisma
- Rússland og Úkraína mjög nálægt samkomulagi
- Héraðsdómari reyndi að koma manni undan handtöku
- Selenskí: Krímskaginn tilheyrir Úkraínu
- Mangione lýsti sig saklausan
- George Santos dæmdur í sjö ára fangelsi
- Saka Rússa um að standa að baki áróðursherferðar
- Braut siðareglur til að sjá lík páfans
- Ungir Belgar í haldi grunaðir um maurastuld
Athugasemdir
Danir hafa verið ein af ríkustu þjóðum heims um langt skeið og það er frekar undarlegur málflutningur að segja alltaf að þeir viti ekki hvað þeir eru að tala um eða séu reknir áfram af einbeittri öfund.
Margt af því sem þeir bentu á varðandi íslenska hlutabréfamarkaðinn fyrir tveimur árum síðar er að koma fram núna en þeir voru kallaðir vitleysingar og öfundsjúkir þá.
þeir bentu t.d. á að hin nánu eignatengsl félaganna gætu valdið dómínóáhrifum og hlutabréfamarkaðurinn væri veikur vegna þess hversu mörg félaganna væru eignarhaldsfélög frekar en blue chip félög í raunverulegri starfsemi. Vegna þessa væri markaðurinn veikari en ella. Ég veit ekki annað en þetta hafi komið hressilega í ljós á undaförnum 80 dögum.Grisemor, 12.2.2008 kl. 11:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.