Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

Hver var kjarnageta fjármálageirans?

Þegar fyrirtæki nær einstökum árangri byggist hann oftast á einstakri kjarnagetu þess til að ná samkeppnisforskoti og í kjölfarið yfirburðastöðu á markaði.  Stöðu sem svo hjálpar því að ná yfir meðalarðsemi til langs tíma,  sem aftur hjálpar því að viðhalda stöðu sinni.

Í þessu ljósi er áhugavert að velta fyrir sér hvaða kjarnagetu bankarnir Íslensku réðu yfir.  Var það þekking starfsmanna?  Stuttar boðleiðir á milli manna?  Einsakur fyrirtækjabragur,  er byggðist á sér Íslenskum aðstæðum og hefðum?  Var það aðgangur forráðamanna bankanna að ódýru fjármagni?

Glitnir taldi að bankinn hefði eitthvað fram að færa í Orkugeiranum og í Sjávarútveginum.  þessa nálgun byggði bankinn á Íslenskum veruleika,  þar sem þessar tvær atvinnugreinar eru rótgrónar hér og því hægt að gera ráð fyrir að mikil sérþekking sé til staðar í samfélaginu.  Stjórnendur bankans vildu meina að hægt væri að yfirfæra þessa þekkingu á fjármálagerninga,  að bankinn gæti selt að hann byggi yfir kjarnagetu er fælist í þekkingu á hvernig þessir atvinnuvegir virka og hvernig best er að þjóna þeim með fjármálaþjónustu.

Hinir bankarnir og í seinni tíð líka Glitnir lögðu ekki sérstaka áherslu á skilgreind svið.  Þvert á móti lögðu þeir áherslu á að skilgreina heimamarkaði sýna víðara en bara littla Ísland og keyptu fyrirtæki í almennri fjármálaþjónustu á nýjum heimamörkuðum sínum.

Aftur spyr maður sig:  Á hvaða kjarnagetu byggðu bankarnir þegar þeir mótuðu þessa stefnu? Vildu þeir meina að þeir væru einfaldlega snjallari en starfandi bankar og fjármálafyrirtæki á útvíkkuðum heimamarkaði?

Þegar öllu er á botninn hvolft – eins og er heldur óþægilega, bókstaflega staðan í dag – þá byggðist kjarnageta bankanna ekki á neinu af því sem að ofan er nefnt.  Snilli okkar bankamanna er hvorki meiri né minni en annarra snjallra bankamanna.  Sérstaða Íslensku bankanna fólst í slælegu regluverki og enn slælegra eftirliti – ekki bara af hendi innlendra stofnana heldur einnig erlendra,  sem á óskiljanlegan hátt heyktust við að skilja samhengi hlutanna.

Það er nefnilega ekki hægt að ætlast til að menn vinni á móti eðli sínu,  allavega ekki hjálparlaust.  Það er t.d. óvinnandi að kenna ketti að veiða ekki fugla!  Það er í eðli kattarins að veiða – meira að segja líka þegar hann hefur ekki lyst á bráðinni.  Ef eigandi kattarins setur ekki bjöllu á hann munu margir saklausir fuglar láta lífið, engum til góðs.  Að sama skapi er erfitt að ætlast til þess að bankamenn hætti að lána eða taka á móti innlánum.  Það er í eðli þeirra – annars væru þeir ekki bankamenn!

Það er hlutverk stofnana og eftirlitsaðila að setja bjöllu kettina.  þ.e. ef við metum smáfuglana einhvers.


Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband