Leita í fréttum mbl.is

Framsókn - Afhverju nauðsynlegt afl.

Framsókn er eina aflið sem þarf ekki að burðast með skýra stefnu í öllum málum.  Hin stjórnmálaöflin rembast eins rjúpan við snýkjudýrin,  sem ætla hana lifandi að éta,  við að móta sér skýra og rökræna afstöðu til allra helstu málanna. 

Þetta gera flokkar í aðdraganda kosninga til að mála skýra mynd af sjálfum sér fyrir sljóa kjósendur – sem kjósa að eyða heila-aflinu í eitthvað annað, eða bara gleyma því hvað hver flokkur stendur fyrir á milli kosninga.  

Þetta er einhversskonar sjálfsfróun,  aðgerð sem gefur þeim er hugsar upp stefnuna,  heldur fundi og skrifar hana niður á blað – pantar bæklinga og skipuleggur fundarherferð, einhversskonar hugarró.  Flokknum lýður vel að hafa unnið heimavinnuna. Eins og með sjálfsfróunina þá er þetta ofsa gott á meðan á því stendur,  eftir stendur hinsvegar ekki neitt ;-) 

Allur þessi undirbúningur fyrir kosningar. Þó það sé vitað að viðkomandi mál koma hugsanlega ekki upp á kjörtímabilinu – og ef þau gera það þá eru allar forsendur stefnunar breyttar. 

Svo koma upp fullt af öðrum málum – sem engum datt í huga að móta stefnu um. 

Framsókn eyðir ekki tíma í þessa vitleysu.  Þeir eyða tíma sínum og orku í að ná völdum og halda þeim.  þannig geta þeir tekið afstöðu til málanna – og gert eitthvað í þeim. 

Og það sem meira er – þeir eru ekki bundnir af fyrirfram mótaðri afstöðu byggðri á updiktuðum forsendum saminni fyrir kosningar af sjálfhverfum hugmyndasmiðum í einmannalegum sjálfsfróunarstellingum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband