15.1.2007 | 10:24
Framsókn - Afhverju nauðsynlegt afl.
Framsókn er eina aflið sem þarf ekki að burðast með skýra stefnu í öllum málum. Hin stjórnmálaöflin rembast eins rjúpan við snýkjudýrin, sem ætla hana lifandi að éta, við að móta sér skýra og rökræna afstöðu til allra helstu málanna.
Þetta gera flokkar í aðdraganda kosninga til að mála skýra mynd af sjálfum sér fyrir sljóa kjósendur sem kjósa að eyða heila-aflinu í eitthvað annað, eða bara gleyma því hvað hver flokkur stendur fyrir á milli kosninga.
Þetta er einhversskonar sjálfsfróun, aðgerð sem gefur þeim er hugsar upp stefnuna, heldur fundi og skrifar hana niður á blað pantar bæklinga og skipuleggur fundarherferð, einhversskonar hugarró. Flokknum lýður vel að hafa unnið heimavinnuna. Eins og með sjálfsfróunina þá er þetta ofsa gott á meðan á því stendur, eftir stendur hinsvegar ekki neitt ;-)
Allur þessi undirbúningur fyrir kosningar. Þó það sé vitað að viðkomandi mál koma hugsanlega ekki upp á kjörtímabilinu og ef þau gera það þá eru allar forsendur stefnunar breyttar.
Svo koma upp fullt af öðrum málum sem engum datt í huga að móta stefnu um.
Framsókn eyðir ekki tíma í þessa vitleysu. Þeir eyða tíma sínum og orku í að ná völdum og halda þeim. þannig geta þeir tekið afstöðu til málanna og gert eitthvað í þeim.
Og það sem meira er þeir eru ekki bundnir af fyrirfram mótaðri afstöðu byggðri á updiktuðum forsendum saminni fyrir kosningar af sjálfhverfum hugmyndasmiðum í einmannalegum sjálfsfróunarstellingum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:26 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.