Leita í fréttum mbl.is

Eru þeir ekki með Evru?

Er kannski málið að á Spáni er samsetning efnahagslífsins önnur en í mið evrópu? Er Spánn kannski jaðarbyggð í henni Evrópu? Slá þá sveflurnar í efnahagnum út í atvinnuleysi í stað veikingar á gjaldmiðlinum (pesetanum gamla)?

Hvernig ætli Spánverjum gangi að komast út úr þessum þrengingum án þess að geta fellt gjaldmiðilinn?

Kannski getum við lært af þeim sunnanmönnum, og kannski er það hvernig á ekki að gera!


mbl.is Efnahagshrunið á Spáni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Þetta er það sem kjósendur vilja, meira atvinnuleysi og stöðugra verðlag.  Það þarf að vera reitur á launaseðli hvers launþegar þar sem dregið er frá hvað það kostar okkur að hafa atvinnuleysi, svo þeir sem hafa vinnu sjái hvað það kostar.  Nú halda þeir að það sé fjarlægt vandamál sem snerti þá ekki, og þeir vilja bara hafa lágt verðlag.

Kristinn Sigurjónsson, 26.4.2009 kl. 12:20

2 Smámynd: Mofi

Gaman að heyra að einhverjir eru að átta sig á kostum þess að hafa okkar eigin gjaldmiðil. Það var mjög fróðlegt fyrir mig að fræðast um baráttuna um gjaldmiðlana í myndinni The Money Masters.

Ef við tökum upp Evruna er ég hræddur um að þegar svona atvinnuleysi kemur fram á sjónarsviðið þá getum við lítið sem ekkert gert í því en ef við höfum stjórn á okkar eigin gjaldmiðli þá svo miklu meira hægt að gera. 

Mofi, 26.4.2009 kl. 12:23

3 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Ég vil benda mönnum á blogg Vilhjálms Árnasonar um hrun gjaldmiðla, það var ekki vegna smæðar, heldur spillingar. 

slóð: http://vilhjalmurarnason.blog.is/blog/vilhjalmurarnason/entry/858983/

ESB mun ekki bjarga okkur, en það gæti bjargað okkur að við tökum á þeim sem rændu bankana.

Kristinn Sigurjónsson, 26.4.2009 kl. 12:46

4 identicon

Svo er það meinlokan með vextina...

Það virðist vera þegjandi samkomulag um að við upptöku Evru muni vextir lækka á Íslandi, eins og vaxtastig fari eftir gjaldmiðlinum!

Vextir ráðast af áhættunni sem fólgin er í lánveitingunni. Því meiri áhætta því hærri vextir. Áhættan af að lána Íslendingum hverfur aldeilis ekki við að við tökum upp Evru.

Spyrjið bara Grikkina hvort Evran hafi fært þeim lægri vexti!

Sverrir Geirdal (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 23:13

5 Smámynd: sverrir geirdal

Svo er það meinlokan með vextina...

Það virðist vera þegjandi samkomulag um að við upptöku Evru muni vextir lækka á Íslandi, eins og vaxtastig fari eftir gjaldmiðlinum!

Vextir ráðast af áhættunni sem fólgin er í lánveitingunni. Því meiri áhætta því hærri vextir. Áhættan af að lána Íslendingum hverfur aldeilis ekki við að við tökum upp Evru.

Spyrjið bara Grikkina hvort Evran hafi fært þeim lægri vexti!

sverrir geirdal, 26.4.2009 kl. 23:32

6 identicon

Vá, eru menn algerlega að tapa sér hérna. Áttar enginn sig á því að við erum í miklu miklu verri málum en öll þessi lönd í evrópu sem verið er að vitna í. Eru þau með gjaldeyrishöft? nei - eru þau með ónýtan gjaldmiðil? nei. Eru þau með alla bankanna gjaldþrota? nei.  Hvað er atvinnuleysi á Íslandi? 10% og fer hækkandi ekki satt? Og menn tala um að við séum svo ofboðslega heppin að hafa sjálfstæðan gjaldmiðil....svo sjálfstæðan að það vill enginn halda á honum utan landsteinanna. 

Slæmt ástand í þessum löndum er ekki ESB að kenna, heldur brjálæðislegrar verðbólu á öllum mörkuðum, og ofþenslu. Og það er að miklu leiti til komið vegna slælegrar efnahagsstjórnar.   

Gunnar (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 09:31

7 identicon

Gunnar,

nokkar nú fellur þú í gröf Samfylkingarmanna. Stórkallalegar yfirlýsingar sem ganga út á að lausnin við öllu sé Evrópusambandsaðild og Evra, núna!

Við erum búin að hreinsa út í bankamálum og erum með... hreint borð, ekki ESB.

Við höfum illu heilli gjaldeyrishöft, en þó höfum við völd til að stýra okkar mynt, ekki lönd innan ESB.

Við erum með atvinnuleysi upp á 10%, þetta er nýtt og ætti að vera tímabundið mál. Ekki viðvarandi eins og mörg lönd innan ESB glíma við.

Við erum sammála um að slök hagstjórn sé stærsta vandamálið. Slíkt gengur ekki og verður að breytast. Við verðum að taka á því máli og komast í gegnum brimskaflinn. Svo getum við vegið og metið möguleika sem felast í ESB aðild. Að hrökkva þangað nú í neyðinni er al versta tímasetning sem við getum hugsað okkur.

Freyr (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 10:23

8 Smámynd: sverrir geirdal

Punkturinn með færslunni, sem ég held að menn almennt hafi áttað sig á, er að Evran sem slík er ekkert töfratæki.

Á meðan við náum ekki tökum á efnahagsstjórninni þá gæti Evran, þvert á móti, verið okkur til trafala. Í því samhengi er áhugavert að fylgjast með því hvernig aðrar þjóðir í Evrópu ná tökum á stöðunni og hvaða meðölum þau beyta og geta beytt.

sverrir geirdal, 27.4.2009 kl. 11:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband