5.1.2007 | 16:55
Nýsköpun
Var að vela fyrir mér
1998 var Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins stofnaður; Hann fjárfesti og fjárfesti á fyrstu árum sínum án þess að uppskera sem skyldi.
Nú er sjóðurinn eiginlega horfinn af radarnum, er ekkert í umræðunni og virðist láta fara lítið fyrir sér - sem er miður.
Það er nafnilega þörf fyrir sjóð sem er ekki blindaður af þörf fyrir fáar en stórar fjárfestingar, eins og stóru einkafjárfestingasjóðirnir.
Árangur Nýsköpunarsjóðs verður ekki einungis metinn í bókhaldi hans sjálfs. Hann á að vera metinn af fjölbreytni atvinnulífsins og hversu vel gengur að skapa hér vaxtarskilyrði fyrir ný fyrirtæki og þá sérstaklega fyrirtæki sem hafa ekki áður náð hér fótfestu.
Þó það sé svolítið langsótt má færa rök fyrir því að t.d. CCP væri ekki til nema fyrir brautryðjendastarf margra genginna fyrirtækja, sem sum hver nutu stuðnings sjóðsins.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.