Leita í fréttum mbl.is

Góðar eða slæmar fyrirmyndir

Hvort er betra; Að alast upp við slæmar fyrirmyndir eða góðar ?

Að þurfa annaðhvort að reyna að líkjast fyrirmyndinni eða að reyna að gera allt annað en fyrirmyndin ?

Ég er ekki frá því að það sé meira þroskandi, að það taki meira á og skilji meira eftir sig að alast upp við slæmar fyrirmyndir. Fer reyndar svolítið eftir því hvernig maður tekur á málum, hversu vel maður gerir sér grein fyrir að fyrirmyndin er slæm.

Myndi halda að það væri frágangssök að alast upp við slæma fyrirmynd en halda að hún sé góð og reyna því að líkjast henni.... og öfugt. Ef maður er hinsvegar með þetta á hreinu, þ.e. muninn á milli góðrar og slæmrar fyrirmyndar þá er hálfur sigur unninn. Eftir það þarf maður bara að breyta rétt.

Kannski felst galdurinn einmitt í því að greina á milli góðs og ills, óháð fyrirmyndinni. Fyrirmyndir í uppvextinum eru kannski eins og vegvísar, sumir eru misvísandi, aðrir úreltir og enn aðrir bara uppá punt, eru í raun engir vegvísar, meira svona eins og fléttiskilti með keyptum auglýsingum og upplýsingum um veðrið og gang tímans fyrir neðan.

Maður kemst aldrei úr smáíbúðarhverfinu útá flugvöll ef maður fer eftir fléttiskiltunum....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband