Færsluflokkur: Bækur
9.5.2009 | 12:46
Írland er nefnilega jaðarbyggð
Ásamt Spáni, og eflaust fleiri þjóðum í Evrópu sem nota Evru er Írland skilgreint sem jaðarbyggð. Þeirra efnahagslíf lýtur öðrum lögmálum en efnahagslíf mið Evrópu sem peningamálastefna Evrópska Seðlabankans virðist helst taka mið af. Það þýðir að Evran ýkir efnahagssveiflur Íra og Spánverja. Sveiflurnar, sem áður gátu komið fram í veikari pundi koma því fram annarsstaðar.
Ætli Íslandið bláa flokkist með hinum jaðarbyggðunum í Evrópu? eða með mið Evrópu? Eða ætli Íslandið sé í sérflokki sem handan jaðarbyggð ?
Írar fleygi evrunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2009 | 10:30
Eru þeir ekki með Evru?
Er kannski málið að á Spáni er samsetning efnahagslífsins önnur en í mið evrópu? Er Spánn kannski jaðarbyggð í henni Evrópu? Slá þá sveflurnar í efnahagnum út í atvinnuleysi í stað veikingar á gjaldmiðlinum (pesetanum gamla)?
Hvernig ætli Spánverjum gangi að komast út úr þessum þrengingum án þess að geta fellt gjaldmiðilinn?
Kannski getum við lært af þeim sunnanmönnum, og kannski er það hvernig á ekki að gera!
Efnahagshrunið á Spáni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (9)
12.2.2008 | 11:12
Hvar er sendiherrann Bjarni
Áður var þörf en nú er nauðsyn
Hvar er upplýsingagjöf til erlendra fjölmiðla ? Hvernig er hægt að ætlast til að erlendir fjölmiðlamenn - sem einhverra hluta vegna pikka frekar upp neikvæðar fréttir af útrásinni góðu, miðli "réttum" upplýsingum ef enginn talar við þá ?
Bjarni Ármanns lyfti grettistaki í kreppunni fyrri með því að flakka endalaust á milli landa og tala máli bankanna og littla hagkerfisins okkar.
Það er ekki nóg að halda fréttamanna fund heima á Íslandi og senda út sterílar fréttatilkynningar. Þegar stemninginn er orðin eins og hún virðist vera núna (Danir miðla engu um Ísland nema það staðfesti þá skoðun að allt sé að fara til verri vegar, frekar fyrr en seinna) Þá verðum við að berjast á móti með öflugri upplýsingamiðlun...
Ja.. nema það sé eitthvað til í þessu hjá Dönunum....;-)
Segir umfjöllun Børsen bera vott um æsifréttamennsku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
21.5.2007 | 19:53
Geirný er nafnið....
Þar sem Geir verður aðal er eðlilegt að stjórnin taki nafn sitt af honum.
Þar sem hann á hinsvegar allt sitt undir Ingibjörgu er ekki nema sjálfsagt að nafnið kvenkyns...
....til að minna hann - og okkur á það að stjórnin á líf sitt undir konu og til að bæta Ingibjörgu upp missi forsætisráðuneytisins.
Um leið og ég vona að hin kvenlega lína í stjórninni verði til þess að hin kvenlegu og mjúku velferðamál verði fyrirferðamikil í lausnum hennar, óska ég henni velfarnaðar og langlífis.
Nýtt upphaf í umboði Geirs.....
;-)
Hlé gert á stjórnarmyndunarviðræðum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 17:09
Við erum fangar skipulagsins
Undarlegt hvernig skipulag og skorður sem við sjálf setjum okkur hamla för og hvetja okkur til rangrar rákvarðanatöku.
Hafnfirðingar vildu ekki sameinast Vogum hér um árið. Hafna svo stækkun álversins, sem verður til þess að Alcan lýtur á næst ódýrasta kostinn og flytur sig yfir á Keilisnes.
Sem er að sjálfsögðu miklu betri staðsetning allra hluta vegna, er ekki í byggð en þó innan þéttbýlisseilingar með aðgang að nægu vinnuafli í nálægðinni (Svo er stutt á völlinn þaðan sem vinnuaflið mun sennilega koma...;-)
En.... þá fá Hafnfirðingar ekki útsvarstekjurnar heldur Vogar - sem, ef þessi tvö sveitarfélög væru eitt, skipti engu máli og Hafnfirðingum jafnt og Alcan hefði aldrei dottið í hug að leggja til stækkun í Straumsvík.
Alcan hefði einfaldlega byggt stækkunina á Keilisnesi með blessun HafnarVoga og allir verið glaðir.
Annað svona slys er að gerast í Kópavogi. Hvernig dettur yfirvöldum þar í hug að byggja höfn í Skerjafirðinum, þegar Reykjavík er að leggja drög að flutningi hafsækinnar starsemi upp í Hvalfjörð. Ef Reykjavík og Kópavogur væru Reykjavogur þá dytti engum í hug að setja höfn í Skerjafjörðinn; Nú eða grafa Heiðmörkina í sundur til að koma fyrir vatnslögn. það hlýtur að vera hægt að komast inná kaldavatnslögn annarsstaðar.
Eftir að Keflavík og Njarðvík sameinuðust, ásamt Höfnunum hefur bærinn blómstrað. Nýbyggingum hefur verið fundinn staður í Innri Njarðvík og iðnaðarstarfsemi í Helguvík. Sem allra hluta vegna er skynsamlegt staðsetningarval. Ef engin hefði verið sameiningin þá hefðu verið skipulögð íbúðabygging á Berginu eða á Miðnesheiðinni og Njarðvíkingar hefðu sennilega komið Iðnaðinum fyrir í Innri Njarðvík. Menn hefðu verið bundnir af skipulagseiningum sem engu skiluðu öðru en röngum áherslum. Í staðinn færist íbúðabyggðin nær höfuðborgarsvæðinu og verður samkeppnisfær við aðrar jaðarbyggðir.
Við búum okkur til okkar eigin hindranir og staðfestum það í vitlausum skipulagseiningum; Römmum inn hugsanir okkar og lokum augunum.
Ég segi sameinum öll sveitarfélög á Höfuðborgarsvæðinu, nú eða bara öll sveitarfélög landsins. Lítum hnattrænt á hlutina.
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.2.2007 | 16:33
Lífið og kajakinn
Þegar farið er niður straumá í kajak eru þrjár leiðir færar.
Fara hraðar en áin. Fara hægar en áin og fara á sama hraða og áin.
Alveg eins og í lífinu sjálfu....
Til að eiga möguleika á að hafa stjórn á hlutunum verður kajak ræðarinn annaðhvort að fara hraðar en áin, eða hægar en áin. Að fara á sama hraða og áin þýðir að kajak ræðarinn gefur ánni eftir stjórnina.
Sumir hlaupa hraðar í lífinu en umhverfið. Þeir hafa stjórn á lífi sínu, taka ákvarðanir útfrá sjálfum sér og eru á undan. Þeir ná frumkvæðinu og móta samfélag sitt, koma róti á hlutina...
Kajak ræðarinn sem fer hraðar en áin reynir mikið á sig og er fyrstur niður. Sér kannski ekki allt útsýnið á leiðinni og verður fljótt þreittur.
Þeir sem fara hraðar eiga hættu á að reka sig á. kajak ræðarinn gæti t.d. farið fram af fossinum sem hann sá ekki. Í lífinu sjálfu fara hraðhlaupararnir oft fram úr sér; fara á hausinn, eða særa fólkið í kringum sig að óþörfu.
Þeir sem hægar fara, bremsa sig af og sjá hvernig hinum sem hratt fara reiðir af.
Kajak ræðarinn sem fer hægar áttar sig á fossinum áður en hann kemur að honum og getur farið í land. Hinir hægu í lífinu setja peningana sína á bók - kaupa ekki hlut í DeCode. Þeir hægu særast sjaldan en eiga helst á hættu að deyja úr leiðendum.
Hinir sem láta umhverfið ráða för veltast um í straumunum og vita ekki hvort kajakinn snýr fram eða aftur. Þeir horfa mest á sjónvarpið.
Hlutfallslega erum við langflest í þessum hóp.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.1.2007 | 16:10
Innanlandsflug til Keflavíkur !
Þetta er klárlega vísbending um að hagsmunaaðilum er ekki á móti skapi að flytja innanlandsflugvöllinn frá Vatnsmýrinni suður, eða vestur öllu heldur til Keflavíkur, eða Sandgerðis ennþá heldur.
Enda afskaplega umhendis að halda úti tveim flugvöllum með 50 km millibili, sem í reynd er meira ef tekið er tillit til ferðatíma.
Tvöfölld Reykjanesbraut, bein tenging Keflavíkur við Akureyri.... þróunin er bara í eina átt.
Icelandair flýgur milli Akureyrar og Keflavíkur í sumar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
2.1.2007 | 16:49
Kalkúnninn djúpsteiktur
Um leið og óska öllum nær og fjær gleðilegs árs og friðar get ég ekki stillt mig um að deila með ykkur áramótamatnum.
Hann var snilld.
Við djúpsteiktum kalkún í heilu lagi. Aðferðin er einföld. Fyrir hvert pund af fugli er steikt í 3 til 3,5 mínútur. Fuglinn okkar var 5 Kg og tók því 38,5 mínútur m.v. 3,5 mín. á pund (hvert kíló er um 2,2 pund).
Trikkið er að krydda foglinn daginn áður með bragðmiklu kryddi, sem er þó ekki laufmikið (kalkúnakrydd frá Pottagöldrum er t.d. ekki sérlega hentugt) Töfrakryddið virkaði hinsvegar eins og.... töfrar.
Stór pottur er lykilatriði ásamt gasbrennaranum, hann þarf að vera nokkuð öflugur til að geta haldið hita á olíunni allri allann tímann - líka eftir að kaldur foglurinn er kominn ofaní.
Kvikindið er sem sagt djúpsteikt í stórum potti - ég notaði 4 gallon af jurta og kornolíu, sem er kynntur með gasbrennara. Best er að framkvæma gjörninginn í skúrnum eða undir skyggni úti við. Það kemur svolítil bræla af þessu og hætt er við að olían sullist svolítið....
Bækur | Breytt s.d. kl. 17:59 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
29.12.2006 | 16:33
Að snúa á tímann
Eftir hátíðarnar eru farnar að birtast áður óséðar tölur á vigtinni, tölur sem hingað til hafa átt sér öruggt heimili í annara manna vigtum. Ég veit ekki alveg hvort þær eru velkomnar í minni og vona innst inni að þær séu bara líta inn á leið sinni til einhverra annara vigta...
Talandi um heimsóknir á og í vigtina.....
Hitti kunningja minn um daginn, hann var skælbrosandi nuddandi á sér vembilinn í mikilli vellíðan um leið og hann sýndi mér plássið sem hafði myndast á milli ystu brúnar vembilsins og vestisins - við vorum báðir fínklæddir í jólaveislu. Ég spurði í forundran hvernig hann hefði farið að þessu. hann svariði hróðugur..
"Ég færði bara 1. janúar til 1. nóvember og hóf mitt heilsuátak fyrir jól í staðinn fyrir á fyrsta degi nýs árs eins og allir hinir..."
Glottið fór ekki af honum á meðan ég beitti hugarorkunni við að koma háu tölunum í vigtinni minni í fóstur til annara vigta. Ef það tækist gæti ég flutt 1. janúar til 1. mars á næsta ári.... eða bara látið 1. janúar hverfa með öllu ...;-)
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.12.2006 | 16:48
Sjómannaafslátturinn
Í stað þess að afnema sjómannaafsláttinn á að útvíkka hann !
Ef ég skil þetta rétt þá var afslátturinn settur á vegna þess að sjómenn voru löngum stundum frá heimili og vinum við vinnu, þeir unnu erfitt starf sem var þjóðfélaginu mikilvægt og mikils virði.
Kannski var hluti ástæðunnar sú að útgerðin átti ekki fyrir öllum laununum, veit það ekki - látum það allavega liggja á milli hluta (skipstjóra og hásetahluta..;-)
Í dag er sprottin fram ný tegund vinnuvíkinga. Menn og konur sem stunda vinnu sem sömu rök eiga við og við sjómannsstarfið forðum.
Þetta eru starfsmenn banka og annara stórtækra fjárfestingarfyrirtækja. Þessir starfsmenn vinna undir miklu álagi, eru langdvölum erlendis, fjarri heimili og vinum og vinna starf sem er samfélaginu mikilvægt.
Kynnum Útrásarafsláttinn til sögunnar.
Bækur | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)