23.2.2007 | 16:33
Lífið og kajakinn
Þegar farið er niður straumá í kajak eru þrjár leiðir færar.
Fara hraðar en áin. Fara hægar en áin og fara á sama hraða og áin.
Alveg eins og í lífinu sjálfu....
Til að eiga möguleika á að hafa stjórn á hlutunum verður kajak ræðarinn annaðhvort að fara hraðar en áin, eða hægar en áin. Að fara á sama hraða og áin þýðir að kajak ræðarinn gefur ánni eftir stjórnina.
Sumir hlaupa hraðar í lífinu en umhverfið. Þeir hafa stjórn á lífi sínu, taka ákvarðanir útfrá sjálfum sér og eru á undan. Þeir ná frumkvæðinu og móta samfélag sitt, koma róti á hlutina...
Kajak ræðarinn sem fer hraðar en áin reynir mikið á sig og er fyrstur niður. Sér kannski ekki allt útsýnið á leiðinni og verður fljótt þreittur.
Þeir sem fara hraðar eiga hættu á að reka sig á. kajak ræðarinn gæti t.d. farið fram af fossinum sem hann sá ekki. Í lífinu sjálfu fara hraðhlaupararnir oft fram úr sér; fara á hausinn, eða særa fólkið í kringum sig að óþörfu.
Þeir sem hægar fara, bremsa sig af og sjá hvernig hinum sem hratt fara reiðir af.
Kajak ræðarinn sem fer hægar áttar sig á fossinum áður en hann kemur að honum og getur farið í land. Hinir hægu í lífinu setja peningana sína á bók - kaupa ekki hlut í DeCode. Þeir hægu særast sjaldan en eiga helst á hættu að deyja úr leiðendum.
Hinir sem láta umhverfið ráða för veltast um í straumunum og vita ekki hvort kajakinn snýr fram eða aftur. Þeir horfa mest á sjónvarpið.
Hlutfallslega erum við langflest í þessum hóp.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.