Leita í fréttum mbl.is

Lífið og kajakinn

Þegar farið er niður straumá í kajak eru þrjár leiðir færar.

Fara hraðar en áin.  Fara hægar en áin og fara á sama hraða og áin.

Alveg eins og í lífinu sjálfu....

Til að eiga möguleika á að hafa stjórn á hlutunum verður kajak ræðarinn annaðhvort að fara hraðar en áin, eða hægar en áin.  Að fara á sama hraða og áin þýðir að kajak ræðarinn gefur ánni eftir stjórnina.

Sumir hlaupa hraðar í lífinu en umhverfið.  Þeir hafa stjórn á lífi sínu,  taka ákvarðanir útfrá sjálfum sér og eru á undan.  Þeir ná frumkvæðinu og móta samfélag sitt,  koma róti á hlutina...

Kajak ræðarinn sem fer hraðar en áin reynir mikið á sig og er fyrstur niður.  Sér kannski ekki allt útsýnið á leiðinni og verður fljótt þreittur.

Þeir sem fara hraðar eiga hættu á að reka sig á.  kajak ræðarinn gæti t.d. farið fram af fossinum sem hann sá ekki.  Í lífinu sjálfu fara hraðhlaupararnir oft fram úr sér;  fara á hausinn,  eða særa fólkið í kringum sig að óþörfu.

Þeir sem hægar fara,  bremsa sig af og sjá hvernig hinum sem hratt fara reiðir af. 

Kajak ræðarinn sem fer hægar áttar sig á fossinum áður en hann kemur að honum og getur farið í land. Hinir hægu í lífinu setja peningana sína á bók - kaupa ekki hlut í DeCode.  Þeir hægu særast sjaldan en eiga helst á hættu að deyja úr leiðendum.

Hinir sem láta umhverfið ráða för veltast um í straumunum og vita ekki hvort kajakinn snýr fram eða aftur.  Þeir horfa mest á sjónvarpið. 

Hlutfallslega erum við langflest í þessum hóp.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

sverrir geirdal
sverrir geirdal

Skrifa nú eiginlega aldrei um ekki neitt og þá sjaldan það gerist þá er það óvart

Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband