1.1.2007 | 18:05
Svefnminnið
Um leið og hann var búinn að kveikja á flatskjánum, myndbandstækinu, DVD spilaranum og öllum afruglurunum ásamt gervihnattamóttakarastjórbúnaðinum kom hann sér fyrir í uppáhalds stólnum sínum, stólnum sem hann keypti af manni með uppásnúið yfirvaraskegg, sem var örugglega eigandi antíkbúðarinnar á Hverfisgötunni þar sem billiard búlla var annaðhvort áður eða eftir að antík búðinn flutti.
Hann byrjaði að flétta í rásunum, yfirleitt tók fyrsta umferð lengstan tíma, það tók aðeins á að koma dagskrárlið hverrar stöðvar fyrir sífellt stækkandi svefnminninu. Minninu sem náði að drekka í sig fréttum líðandi stundar, raunverulegum aðstæðum raunverulegs fólks í raunveruleikaþáttum og öðrum hagnýtum fróðleik, án þess að hann væri að beinínis að horfa. Eftir fyrstu umferðina var hann einga stund að flétta í gegn, svefnminnið sá til þess.
Hann var enn staddur í fyrstu umferð þegar það byrjar að naga hann samviskubitið. Væri ekki betra að sinna fólkinu sínu betur, ætti hann ekki frekar að vera í heimsókn hjá afa gamla á elliheimilinu. Væri hann ekki betur settur vitandi hvernig ástarmálin gengu fyrir sig hjá kallinum. Lítandi sér nær; ætti hann ekki frekar að vera að læra með stráknum sínum, sýna honum stuðning í náminu. Eða fara með honum á æfingu. Taka þátt í lífinu í kringum sig.
Í upphafi seinni umferðarinnar slokknaði á þessum hugleiðingum og hann hóf áhorfið.
Ekki bærðu þessar hugrenningar aftur á sér fyrr en kvöldið eftir og þá aftur í fyrstu umferðinni, rétt áður en svefnminnið fylltist...
Á hverju kvöldi, alltaf...
Af mbl.is
Innlent
- Verið að draga niður námið og umgjörð þess
- Húsfyllir á minningartónleikum
- Helsingjar þurfa ekki að vera áhyggjuefni
- Einangraðir og handjárnaðir við belti
- Ein elsta ljósmynd frá Íslandi glötuð
- Íslendingar þurfi að passa sig á því sem þeir segja
- Nemendur FG styrktu BUGL um 1,2 milljónir
- Víðáttumikil og hægfara lægð stjórnar veðrinu
Erlent
- Fundurinn í dag gæti orðið sögulegur
- Segist tilbúinn í hlutlausa rannsókn
- Yfir 250 þúsund manns við útför páfa
- Trump og Selenskí áttu mjög árangursríkan fund
- Hamas sögð opin fyrir 5 ára vopnahléi
- Beint: Útför Frans páfa
- Selenskí og Trump funda mögulega í Róm
- Aðgerðir Trump-stjórnarinnar minni á McCarthyisma
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.